Halda beitarrétti vegna hefðar

Bændur mega áfram reka fé til réttar um land Króks.
Bændur mega áfram reka fé til réttar um land Króks.

Hæstiréttur hefur dæmt að bændum á upprekstrarsvæði Þverárréttar sé heimilt að nýta þann hluta afréttar sem telst nú eign bæjarins Króks í Norðurárdal í Borgarfirði. Í dómnum felst einnig að bændum er heimilt að safna fé af afréttinum og reka til réttar um land Króks. Sneri Hæstiréttur við dómi Landsréttar.

Ágreiningur hefur staðið um málið í allmörg ár. Upprekstrarfélag Þverárréttar keypti land framan afréttargirðingar árið 1924 af þáverandi eiganda Króks en samningum var ekki þinglýst og hefur Hæstiréttur í fyrri dómi komist að þeirri niðurstöðu að eignarhald félagsins hafi fallið niður um miðja síðustu öld.

Núverandi eigandi jarðarinnar stundar skógrækt á jörðinni og vegna ágangs sauðfjár gerði hann ágreining um ýmis mál við Borgarbyggð sem tók við réttindum upprekstrarfélagsins. Borgarbyggð fór í mál og krafðist þess að réttur bænda til beitarafnota af umþrættu landi verði viðurkenndur. Jarðareigandinn höfðaði gagnsök í málinu og krafðist þess að bændum væri óheimilt að safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land Króks og reka það til réttar um land jarðarinnar.

Héraðsdómur dæmdi Borgarbyggð í vil en Landsréttur sneri þeim dómi. Nú hefur Hæstiréttur komist að svipaðri niðurstöðu og héraðsdómur. Telur Hæstiréttur sýnt fram á að fjárbændur hafi nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess. Hafi sú nýting átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaðar þegar núverandi eigandi jarðarinnar hóf að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert