Málið skaði traust milli ríkisstjórnarflokka

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kall­ar ekki eft­ir af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, eft­ir að hann var viðstadd­ur sam­kvæmi þar sem sótt­varna­lög voru virt að vett­ugi. Hún seg­ir þó að málið skaði traust milli flokka í rík­is­stjórn.

„Ég geri ekki kröfu um af­sögn ráðherra í þessu máli,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

„En eins og þetta lít­ur út þá hef­ur rekstr­araðili þessa staðar brotið sótt­varn­ar­regl­ur og auðvitað hefði ráðherra átt að átta sig á því eins og hann hef­ur lýst yfir og beðist af­sök­un­ar á,“ bæt­ir hún við.

Bjarni Bene­dikts­son var viðstadd­ur sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal að kvöldi Þor­láks­messu sem lög­regla stöðvaði. Að sögn lög­reglu voru um 40-50 manns sam­an komn­ir í Ásmund­ar­sal. Staðar­hald­ar­ar hafa beðist af­sök­un­ar og það hef­ur Bjarni sjálf­ur gert sömu­leiðis. 

Ásmundarsalur.
Ásmund­ar­sal­ur. mbl.is/​Eggert

Von­brigði

Katrín seg­ir að vissu­lega séu það von­brigði að málið hafi komið upp og að það skaði traust milli flokka í rík­is­stjórn, en að samt sem áður megi ekki setja þann góða ár­ang­ur í hættu, sem náðst hef­ur hér á landi í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna.

„Auðvitað er þetta skaðlegt fyr­ir traust milli flokka. Við höf­um staðið í stór­ræðum sem rík­is­stjórn og það hef­ur verið mik­il samstaða um erfið mál. Við höf­um náð ein­stök­um ár­angri í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og vilj­um ekki setja þá vinnu í hættu.“

Hef­ur rætt við Bjarna og Sig­urð

Aðspurð seg­ist Katrín hafa rætt málið við Bjarna Bene­dikts­son. Það hef­ur hún einnig gert við Sig­urð Inga Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, þing­flokks­formann Vinstri grænna, og ráðherra Vinstri grænna í rík­is­stjórn. 

„Ég hef rætt þetta við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, já, og komið á fram­færi mín­um von­brigðum.“

„Eins og ég segi þá eru þetta auðvitað bara von­brigði. Við erum öll að reyna að gera okk­ar besta.“

Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- …
Bjarni Bene­diks­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra á Seyðis­firði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Trú­ir á fólkið í land­inu

Katrín seg­ist trúa því að þetta mál muni ekki hafa áhrif á þátt­töku lands­manna í þeim sótt­varnaaðgerðum sem gripið er til hér á landi. Hún seg­ist skynja reiði fólks.

„Ég hef trú á því að fólkið í land­inu nálg­ist þetta af sömu skyn­semi og það hef­ur gert hingað til í þess­um far­aldri. Við höf­um náð ein­stök­um ár­angri í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og það er þátt­töku lands­manna að þakka. Ég skynja auðvitað reiði fólks en tel og trúi að fólk hafi sig yfir það og taki þetta út með sömu skyn­semi og það hef­ur gert hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert