Listamaður sem gengur undir listamannsnafninu CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard, sem birtist vegfarendum á alls 287 auglýsingaskjám víða á höfuðborgarsvæðinu. Verkin tala fyrir sig sjálf að sögn listamannsins, þar sem enginn viti hver hann er auk þess sem engir algoritmar né deilingar séu á milli þeirra og áhorfenda.
Sjá má skilaboð af ýmsu tagi á led-skiltum við fjölfarin gatnamót og strætóskýlum borgarinnar en þetta er tilraun listamannsins að koma myndlistinni til fólksins, þar sem erfiðara er að njóta hennar á sýningum vegna fjöldatakmarkana.
Segir í fréttatilkynningu að listamaðurinn telji söfn og gallerí glíma við svipaðan vanda og „hefðbundnir fjölmiðlar“ og fólk treysti í auknum mæli á að áhugaverðir hlutir komi til þess, meðal annars með deilingum annarra á samfélagsmiðlum.
Verkin eru 52 talsins og verður sýningin í gangi næstu tvær vikurnar. Sjón er sögu ríkari: