Áfallastreita björgunarfólks könnuð

Björgunarfólk er opnara en áður fyrir að leita sér hjálpar …
Björgunarfólk er opnara en áður fyrir að leita sér hjálpar og mannlegi þátturinn er á yfirborðinu, segir Elva Tryggvadóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Gæta þarf að andlegri líðan björgunarsveitafólks sem fer á vettvang erfiðra verkefna, segir Elva Tryggvadóttir.

Hún hefur lengi starfað innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og lauk nýlega meistaraverkefni í mannauðsstjórn við HÍ þar sem sálarheill björgunarsveitafólks var könnuð og greind til úrbóta.

Áfallastreita og einkenni frekari röskunar er þekkt meðal björgunarsveitarfólks. Elva segir alla áfram um að taka á málinu, enda sé dýrkeypt að missa þrautþjálfað fólk úr starfinu. Margt hafi áunnist, svo sem með fræðslu og félagastuðningi í eftirleik erfiðra verkefna. „Sálræni þátturinn vegur þungt,“ segir Elva Tryggvadóttir í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert