Frekara malarnámi sett skilyrði

Þórustaðanáma er áberandi í landinu og verður áfram.
Þórustaðanáma er áberandi í landinu og verður áfram. mbl.is/Sigurður Bogi

Frekari efnistöku í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, vestan við Selfoss, eru ýmis skilyrði sett skv. nýju áliti Skipulagsstofnunar.

Áform eru um af hálfu forsvarsmanna Fossvéla ehf. að taka allt að 27,5 milljónir rúmmetra af möl og grjóti af 42,5 ha. svæði á hásléttu fjallsins, en efninu er þaðan ýtt fram af fjallsbrún, niður hlíðar og í gryfju þar sem því er mokað á bíla.

Í áliti Skipulagsstofnunar árið 2006 sagði að sú stækkun námusvæðisins sem þá var í bígerð breytti ásýnd Ingólsfjalls varanlega og mótvægisaðgerðir dygðu ekki. Þetta eigi sterkar við nú. Því sé mikilvægt verði af auknu malarnámi að laga efnistökusvæðið jafnóðum að þeim náttúrulegu línum sem þarna séu í landinu. Einnig þurfi að gæta að vinnslusvæði við fjallsrætur og jafna út manir og hauga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert