Ólöglegt efni í Wasa-hrökkbrauði

Tvær tegundir af hrökkbrauðinu sænska hafa verið innkallaðar.
Tvær tegundir af hrökkbrauðinu sænska hafa verið innkallaðar. Ljósmynd/SS

SS hef­ur í sam­starfi við heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur innkallað tvær teg­und­ir af Wasa-hrökk­brauði. Hrökk­brauðið inni­held­ur varn­ar­efnið etý­lenoxíð sem ekki er leyfi­legt í mat­væla­fram­leiðslu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un, sem fékk upp­lýs­ing­ar um vör­una í gegn­um evr­ópska viðvör­un­ar­kerfið um mat­væli og fóður (RAS­FF).

Inn­köll­un­in á aðeins við um tvær vöru­teg­und­ir og fram­leiðslu­lot­ur, sem sjá má hér að neðan. Þeir sem hafa keypt þær eru beðnir að neyta þeirra ekki held­ur farga eða skila til SS á Foss­hálsi 1 í Reykja­vík.

Teg­und­irn­ar eru:

  • Vörumerki: Wasa
  • Vöru­heiti: Ses­am & Havssalt
  • Geymsluþol: Best fyr­ir dag­setn­ing: 31.8. 2021
  • Lot­u­núm­er: S01086800
  • Strika­merki: 7300400111119
  • Net­tó­magn: 290 g
  • Geymslu­skil­yrði: Á ekki við
  • Fram­leiðandi: Barilla/​Wasa
  • Fram­leiðslu­land: Svíþjóð
  • Dreif­ing: Fjarðar­kaup, Aðföng (Hag­kaup), Versl­un Ein­ars Ólafs­son­ar, Mela­búðin, Hlíðar­kaup, Ikea, jóla­gjafa­sala til fyr­ir­tækja
  • Vörumerki: Wasa
  • Vöru­heiti: Ses­am Gour­met
  • Geymsluþol: Best fyr­ir dag­setn­ing: 31.1. 2021, 30.4. 2021, 30.6. 2021
  • Lot­u­núm­er: G01044710, G01045630, G01046190
  • Strika­merki: 7300400481502
  • Net­tó­magn: 220 g
  • Geymslu­skil­yrði: Á ekki við
  • Fram­leiðandi: Barilla/​Wasa
  • Fram­leiðslu­land: Svíþjóð
  • Dreif­ing: Hlíðar­kaup, Fjarðar­kaup, Mela­búðin, gjöf til mæðra­styrksnefnd­ar, jóla­gjafa­sala til fyr­ir­tækja
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert