Ruslsaga síðustu 50 ára

Hrafn Jökulsson sýnir gersemar á sýningunni í dag.
Hrafn Jökulsson sýnir gersemar á sýningunni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýningin „Kolgrafarvík kemur í bæinn“ var opnuð í dag kl. 14 í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Að sýningunni standa Vinir Kolgrafarvíkur, félagsskapur sem Hrafn Jökulsson hefur verið í forsvari fyrir, og Veraldarvinir sjálfboðaliðasamtök.

Sýningin verður opin á milli 14 og 17 næstu daga. 

Á sýningunni má finna muni sem hreinsaðir hafa verið úr fjörum Strandasýslu, rekavið sem þar var að finna og ljósmyndir frá Árneshreppi eftir Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur, 11 ára.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í samtali við mbl.is segir Hrafn Jökulsson sýninguna eins konar ruslsögu síðustu 50 ára.

„Á sýningunni eru fjársjóðir frá Kolgrafarvík og fleiri fjörum Strandasýslu. Þetta er afrakstur sex mánaða hreinsunarstarfs sem ég, Veraldarvinir og margir aðrir hafa staðið fyrir í fjörum Árneshrepps og víðar á Ströndum. Við erum bæði að sýna fólki hvað við höfum verið að hreinsa því þarna er ruslsaga síðustu 50 ára og [...] Við erum að sýna allt ruslið, gersemar eins og fallega steina og rekaviðinn og síðast en ekki síst ljósmyndir sem Jóhanna Engilráð tók í Árneshreppi í sumar. Hún er 11 ára Strandastelpa með einstakt auga fyrir náttúrufegurðinni í Strandasýslu,“ segir Hrafn. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrafn segir fjörurnar í Árneshreppi sumar hverjar aldrei hafa verið hreinsaðar. Einnig er mikið af munum úr Bitrufirði að finna á sýningunni en hann er Hrafni og félögum sérstaklega hugleikinn. Hrafn segir sóðalegustu fjöru á Íslandi vera í Bitrufirði en mikil vinna hafi verið sett í hreinsun hennar sem á að verða ein snyrtilegasta fjara Íslands.

Hrafn vill koma á framfæri þökkum til bakhjarla verkefnisins sem eru Bónus matvöruverslun og Vincent Tan, eigandi sýningarhúsnæðisins. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert