Sterkur skotvilji er uppsafnaður

Landsmenn kveðja gamla árið og fagna nýju með hefðbundnum hætti.
Landsmenn kveðja gamla árið og fagna nýju með hefðbundnum hætti. mbl.is/Árni Sæberg

Til stendur að flugeldasölur björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu verði opnaðar nú kl. 9 sem þær svo verða til kl. 23:30 í kvöld og dagana fram að áramótum.

Sölustaðirnir í Reykjavík og nærliggjandi bæjum eru í flestum hverfum, en á landsvísu verður hægt að kaupa flugelda af björgunarsveitunum á um 90 stöðum. „Þetta er heilmikil vertíð og flestir sem sveitunum tengjast gefa sig fram og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Róbert H. Hnífsdal, verkefnisstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Til stóð að fækka leyfilegum söludögum flugelda nú milli jóla og nýárs, það er að salan hæfist ekki fyrr en 29. desember. Frá því var horfið vegna Covid-ástandsins í samfélaginu svo ekki myndaðist mannmergð á sölustöðum með smithættu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert