Stund milli veðrastríða um jólahelgina

Kaldur en fallegur dagur.
Kaldur en fallegur dagur. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Segja má að veðrið um jólahátíðina hafi verið upp og ofan í ár, en á höfuðborgarsvæðinu skiptust á snjókomur, slydduhríð og alls herjar stormur.

Gul veðurviðvörun var svo í gildi um allt land í gær og þurftu björgunarsveitirnar að sinna ýmsum verkefnum vegna þess.

Á annan í jólum gafst hins vegar stund milli stríða, og nýttu vegfarendur við Tjörnina sér það til þess að gefa fuglunum þar aðeins að borða, og voru álftirnar eflaust fegnar því að fá athygli nú þegar svartasta skammdegið er að ganga yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert