Veglegir vinningar í lokabingói ársins

Siggi Gunnars og jólasvein í rimmu á jólabingói Morgunblaðsins.
Siggi Gunnars og jólasvein í rimmu á jólabingói Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boðið verður upp á sérstakt jóla- og nýársbingó K100, mbl.is og Morgunblaðsins í kvöld. Siggi Gunnars bingóstjóri segir viðtökurnar hafa verið framar vonum og því hafi verið ákveðið „að klára árið með stæl“.

Vinningarnir verða ekki af verri endanum, en þátttakendur geta m.a. unnið flugeldapakka og skottertur frá Landsbjörgu. Þá verður einnig risasjónvarp frá Samsung í boði ásamt alls kyns góssi sem hentar í áramótafögnuðinn. 

Hægt er að ná sér í bingóspjald á mbl.is/bingo og hefst útsendingin kl. 19 í beinu streymi á mbl.is og á rás 9 í sjónvarpi Símans. „Við klárum þetta ár í sameiningu og förum full bjartsýni inn í það næsta,“ segir Siggi Gunnars í Morgunblaðinu í dag.

Söngkonan Elísabet Ormslev
Söngkonan Elísabet Ormslev
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert