Vilja tillögur um ný geðdeildarhús

Geðdeildarhúsið við Hringbraut er sagt vera barn síns tíma.
Geðdeildarhúsið við Hringbraut er sagt vera barn síns tíma. mbl.is/ Kristinn Ingvarsson

Lagt er til að starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipi hafi í byrjun næsta sumars komið með tillögur um bætta aðstöðu fyrir geðsvið Landspítala. Komið verði með tillögur um hús sem mæti kröfum nútímans um mannúðlega geðheilbrigðisþjónustu.

Þetta segir í þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingar, sem Helga Vala Helgadóttir flytur.

Í dag er starfsemi geðsviðs Landspítalans við Hringbraut og á Kleppi. Þau hús séu byggð skv. öðrum viðmiðum en nú gilda um mannúðlega meðferð sjúklinga. Í tillögunni er bent á að í Danmörku hafi verið byggð sjúkrahús sem taki mið af áhrifum umhverfis og húsakosts á geð. Slíkt þurfi á Íslandi og að starfsemi geðsviðs Landspítala verði flutt í umhverfi útiveru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert