Fikrar sig upp K2 en þráir kóka-kóla

John Snorri á K2 síðasta vetur.
John Snorri á K2 síðasta vetur. Ljósmynd/Aðsend

John Snorri Sigurjónsson er kominn ásamt félögum sínum, feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, upp í 2. búðir í hlíðum fjallsins K2.

Frá þessu greinir hann á Facebook. Segir hann að klifrið hafi reynst erfitt úr grunnbúðunum og að torvelt hafi verið að festa mannbroddana í ísnum á leiðinni upp fjallið.

Þá hafi þeir þurft að halda 100% einbeitingu þar sem mikið af grjóti hafi fallið niður á móti þeim. Broddarnir á vinstri fæti hans hafi losnað en tekist hafi að bjarga því.

„Samt sem áður þá líður okkur vel en við þráum virkilega kóka-kóla.“

Yrði sá fyrsti til að klífa K2 að vetri til

K2 er eini tind­ur heims, yfir átta þúsund metr­ar að hæð, sem ekki hef­ur verið klif­inn að vetri til. Ef John Snorra tekst ætl­un­ar­verkið verður hann sá fyrsti til þess að vinna það þrek­virki.

K2 er 8.611 metr­ar að hæð og er annað hæsta fjall heims, næst á eft­ir Mont Ev­erest sem er 237 metr­um hærra. John Snorri varð fyrst­ur Íslend­inga til að klífa tind­inn Lhot­se í Himalaja­fjall­g­arðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims.

Hann er einnig eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur klifið K2 og einn fárra í heim­in­um til þess enda K2 talið eitt erfiðasta fjall heims þegar klif­ur er ann­ars veg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert