Fleiri pakkar en færri jólakort

Annasamt hefur verið hjá Póstinum vikum saman.
Annasamt hefur verið hjá Póstinum vikum saman. mbl.is/Árni Sæberg

Umfang pakkasendinga hefur aukist mikið hjá Póstinum og eins stærri bréfa sem innihalda vörur. Undanfarin ár hefur stöðugt dregið úr almennum bréfasendingum, þar með talið sendingum jólakorta.

Mjög miklar annir hafa verið hjá Póstinum vegna pakkasendinga, ekki síst í tengslum við aukna netverslun. Þeirrar aukningar gætti mjög fyrir þessi jól. Þannig fjölgaði innlendum pakkasendingum í nóvember um 120% frá fyrra ári og aukningin var um 100% í desember. Aukningin í nóvember er m.a. rakin til tilboðsdaga á borð við dag einhleypra (Single's Day) og svartan föstudag (Black Friday).

Jólakortum hefur fækkað í takt við almenna fækkun bréfasendinga, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðumanns þjónustu- og notendaupplifunar Póstsins. Hann segir að um 20% samdráttur hafi orðið í sendingum bréfa á þessu ári frá árinu 2019. Bréfasendingum fækkaði um nálægt 16% á milli áranna 2018 og 2019, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert