Öldumælingadufl rak til Frakklands

Duflið fundið. Eftir mikið rek barduflið að strönd Bretaníuskagans.
Duflið fundið. Eftir mikið rek barduflið að strönd Bretaníuskagans. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin fékk óvæntan jólaglaðning á aðfangadag þegar henni barst tilkynning um að öldumælingadufl frá Surtsey hefði fundist við Frakklandsstrendur, nánar tiltekið við La Turballe á suðurströnd Bretaníuskagans.

Duflið týndist í ágúst 2019 og var það nokkurt tjón enda veita slík dufl sjófarendum nauðsynlegar upplýsingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Eitt af hlutverkum Vegagerðarinnar er að sjá sjófarendum fyrir nauðsynlegum upplýsingum svo þeir geti með öruggum hætti siglt við Íslandsstrendur. Á vefnum Veður og sjólag er að finna gögn frá veðurstöðvum og öðrum sjálfvirkum mælabúnaði við strendur landsins. Þar er einnig að finna mikilvæg gögn frá öldumælingaduflum sem veita upplýsingar um stærð á öldum umhverfis landið í rauntíma allan sólarhringinn.

Slík öldumælingadufl eru víða við strendur landsins. Þau eru fest við legufæri með gúmmíkapli, svipuðum þeim sem eru notaðir í teygjustökki, en þannig getur duflið fylgt yfirborði öldunnar. Eitt slíkt dufl er að finna við Surtsey en í ágúst 2019 hefur gúmmíkapallinn að öllum líkindum slitnað og duflið rekið á haf út, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert