Samningur vonbrigði

mbl.is/Eggert

„Það eru auðvitað bara vonbrigði að það skuli ekki vera stigið það skref að reyna að tryggja að rekstur Ríkisútvarpsins hafi ekki neikvæð áhrif á rekstur sjálfstæðra fjölmiðla eins og er staðan núna,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa skrifað undir nýjan þjónustusamning vegna fjölmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins ohf. í almannaþágu fyrir árin 2020-2023. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á viðveru RÚV á auglýsingamarkaði í samningnum.

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að aukin áhersla á fræðsluhlutverk og rækt við íslenskt mál sé lykiláhersluatriði í samningnum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert