Stukku fjögur ár fram í tímann

Netverslun hefur verið mikiðnotuð á árinu. Fyrirtækin tóku við sér.
Netverslun hefur verið mikiðnotuð á árinu. Fyrirtækin tóku við sér.

Davíð Lúther Sigurðsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, telur að Íslendingar hafi stokkið fjögur ár fram í tímann stafrænt séð á árinu 2020.

Þar vísar hann t.d. til þess að fyrirtæki sem litu á það sem þriggja til fjögurra ára verkefni að koma sér upp netverslun og laga sig að stafrænni tækni, hafi tekið stökkið núna. Þá hafi almenningur orðið óhræddari við netverslun í faraldrinum.

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Brandenburg segir mælingar sýna að Íslendingar hafi lagt sig fram um að kaupa vöru og þjónustu innanlands á árinu. Heilt yfir segir Ragnar að ræst hafi ótrúlega vel úr árinu þrátt fyrir allt. „Til dæmis höfum við sjaldan gert jafn margar leiknar auglýsingar.“

Hjá Datera hefur veltan tvöfaldast á árinu en fyrirtækið sérhæfir sig í stafrænum birtingum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert