Flugeldamengun líkleg á nýársnótt

Eftir áramótin verður flugelda-rusl víða.
Eftir áramótin verður flugelda-rusl víða. mbl.is/Árni Sæberg

Boðað blíðvirði á nýársnótt gefur tilefni til að ætla að mikil svifryksmengun af völdum flugelda verði á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og fram eftir fyrsta degi ársins.

Á undanförnum árum hafa um 600 tonn af skoteldum verið flutt inn árlega, en svifryksmengun vegna flugelda telst bæði varasöm og heilsuspillandi, segir í tilkyningu frá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga rétt frá flugeldarusli.

Hávaði vegna flugelda verður oft mikill og því eru gæludýraeigendur hvattir til að huga vel að dýrum sínum, segir í áminningum bæði frá borginni og Matvælastofnun. Best er að halda köttum inni dagana í kringum áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim er hleypt út.

Fólk með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Æskilegast er fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum miðnættið og loka gluggum.

Eftir áramótin verður flugeldarusl víða. Reykjavíkurborg hvetur fólk því til að tína sprekið saman og setja í rusladalla, sem eru fyrir almennt sorp. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert