Íslenskt skyr beint í verslanir

Íseyjarskyr er nú selt í þúsundum verslana í Japan.
Íseyjarskyr er nú selt í þúsundum verslana í Japan.

Mjólk­ur­sam­sal­an og dótt­ur­fyr­ir­tækið Ísey út­flutn­ing­ur ehf. hafa aukið áherslu á út­flutn­ing á skyri sem fram­leitt er hér á landi. Er það m.a. gert til að auka verðmæti mjólk­ur­pró­tíns sem ann­ars þyrfti að flytja út sem und­an­rennu­duft á lágu verði og til að nýta toll­frjáls­an kvóta fyr­ir skyr í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Sam­starfs­fyr­ir­tæki Íseyj­ar út­flutn­ings í Dan­mörku fram­leiðir skyr sem selt er á helstu mörkuðum Evr­ópu. Þaðan kem­ur skyrið sem selt er í versl­un­um í Bretlandi en nú er verið að ljúka upp­setn­ingu verk­smiðju í Wales sem sinna mun þeim markaði.

Sam­hliða þessu hef­ur MS selt skyr frá Íslandi í Sviss og víðar. Nú hef­ur verið samið við tvær dansk­ar versl­ana­keðjur, Meny og Spar, um að kaupa Íseyj­ar­skyr beint frá Íslandi og Edeka-versl­un­ar­keðjan í Bæj­aralandi í Þýskalandi mun taka skyr frá Íslandi í sölu snemma á næsta ári.

Stefn­ir í að flutt verði út um 850 tonn af skyri frá Íslandi á þessu ári og stefnt að 1.400 tonna út­flutn­ingi á næsta ári, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um  út­flutn­ing á skyri í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert