Öðruvísi áramót á Bessastöðum

Lágstemmd áramót verða á forsetasetrinu að þessu sinni.
Lágstemmd áramót verða á forsetasetrinu að þessu sinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Hefðbund­in ný­árs­mót­taka for­seta Íslands, sem jafn­an hef­ur verið á fyrsta degi árs­ins, fell­ur niður að þessu sinni vegna sótt­varn­a­reglna. Aðrir at­b­urðir á for­seta­setr­inu um ára­mót­in verða skv. hefðum en þó með breytt­um brag, seg­ir í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Rík­is­ráðsfund­ur verður á Bessa­stöðum á gaml­árs­dags­morg­un, en í til­kynn­ingu er fjöl­miðlafólk beðið að virða sótt­varn­a­regl­ur, fjar­lægðarmörk og grímu­skyldu. Rík­is­ráð er skipað ráðherr­um og for­seta Íslands sem jafn­framt stýr­ir fund­um þess. Í ráðinu eru lög og aðrar mik­il­væg­ar stjórn­ar­ráðstafn­ir born­ar upp við for­seta til staðfest­ing­ar.

Orðuveit­ing verður á Bessa­stöðum á ný­árs­dag og hefst hún kl. 14:15. Regl­ur um sótt­varn­ir ráða því að sér­stök at­höfn verður fyr­ir hvern orðuþega og mun sá síðasti mæta kl. 17:30. Í kjöl­farið verður listi yfir fólkið sem sæmt er fálka­orðu birt­ur á vef for­seta­embætt­is­ins.

Löng hefð er fyr­ir því að heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu séu veitt á ný­árs­dag og á þjóðhátíðardag­inn ár hvert. Orður fær fólk sem sinnt hef­ur mik­il­væg­um verk­efn­um í þágu sam­fé­lags­ins, síðast fjór­tán manna hóp­ur, svo sem þríeyki al­manna­varna. sbs@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert