Ólafur afturkallar kæru til MDE

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip og fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna fjár­fest­inga hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna Markús­ar Sig­ur­björns­son­ar og Árna Kol­beins­son­ar í aðdrag­anda banka­hruns til baka.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Tilefni kæru Ólafs var hlutabréfaeign tveggja dómara sem dæmdu í Al-Thani málinu en í því var Ólafur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að hvorugur dómaranna hafi átt hlut í Kaupþingi. Vísað er í dóm MDE gegn Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi forsvarsmanns fyrirtækjasviðs Landsbankans.

Þar kom meðal annars fram að dómarar yrðu ekki vanhæfir í málum varðandi aðra banka en þá sem þeir ættu sjálfur fjárhagslega hagsmuni í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert