Ólafur afturkallar kæru til MDE

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ólafs­son, oft kennd­ur við Sam­skip og fyrr­um hlut­hafi í Kaupþingi, hef­ur dregið kæru sína til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna fjár­fest­inga hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna Markús­ar Sig­ur­björns­son­ar og Árna Kol­beins­son­ar í aðdrag­anda banka­hruns til baka.

Greint er frá þessu í Frétta­blaðinu í dag.

Til­efni kæru Ólafs var hluta­bréfa­eign tveggja dóm­ara sem dæmdu í Al-Thani mál­inu en í því var Ólaf­ur dæmd­ur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi fyr­ir markaðsmis­notk­un.

Í um­fjöll­un Frétta­blaðsins kem­ur fram að hvor­ug­ur dóm­ar­anna hafi átt hlut í Kaupþingi. Vísað er í dóm MDE gegn Sig­ríði El­ínu Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­svars­manns fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans.

Þar kom meðal ann­ars fram að dóm­ar­ar yrðu ekki van­hæf­ir í mál­um varðandi aðra banka en þá sem þeir ættu sjálf­ur fjár­hags­lega hags­muni í.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka