Vinningshafinn hélt það væri verið að rukka sig

Helga Sóley Torfadóttir vann Honda rafbíl í áskrifendaleik Morgunblaðsins.
Helga Sóley Torfadóttir vann Honda rafbíl í áskrifendaleik Morgunblaðsins. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég hélt það væri verið að rukka mig eða eitthvað, mér datt ekki í hug að þetta væri neitt svona,“ sagði Helga Sóley Torfadóttir, áskrifandi að Morgunblaðinu, þegar hún tók við vinningi sínum í gær í áskrifendaleik blaðsins og bílaumboðsins Öskju.

Helga var dregin út í happdrættinu 17. desember sl. en allir áskrifendur voru í pottinum. Hún hreppti glæsilegan rafbíl af gerðinni Honda e. Bíllinn var svo afhentur í Öskju, umboði Honda-bifreiða, í gær.

Helga Sóley hefur í raun verið áskrifandi að Morgunblaðinu alla sína ævi. „Fyrst voru það foreldrar mínir og síðan tók ég bara við,“ sagði hún.

Fyrir á Helga fjögurra ára gamlan bíl en þessi á eftir að koma að góðum notum. Hún býst við því að selja gamla bílinn, enda langar hana að læra vel á þann nýja. Helga hefur aldrei áður keyrt rafbíl en var þó farin að hugsa um að einhvern tímann í framtíðinni yrði hún komin á slíkan bíl.

Honda e er hannaður með þéttbýlisnotkun að leiðarljósi og knúinn hreinni raforku úr náttúru Íslands. Akstursdrægni bílsins er allt að 220 km sem er nægileg drægni til vikulegs aksturs innan borgarmarkanna.

Magnús E. Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Árvakurs, afhenti Helgu Sóleyju lyklana að bílnum.

„Morgunblaðið og Askja tóku höndum saman í þessu áskriftarhappdrætti. Morgunblaðið kann virkilega vel að meta áskrifendur sína og alltaf gaman að geta farið í svona samstarf og gefa áskrifendum möguleika á að vinna svona frábæran bíl. Morgunblaðið þakkar Öskju kærlega fyrir þetta samstarf á sama tíma og það óskar Helgu Sóleyju innilega til hamingju með bílinn,“ sagði Magnús við afhendinguna.

Magnús E. Kristjánsson afhendir Helgu Sóleyju Torfadóttur glænýjan Hondu e, …
Magnús E. Kristjánsson afhendir Helgu Sóleyju Torfadóttur glænýjan Hondu e, rafbíl. mbl.is/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert