Andlát: Magnús Björnsson

Magnús Björnsson.
Magnús Björnsson. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Björns­son, veit­ingamaður, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi 23. des­em­ber síðastliðinn. 

Magnús fædd­ist á Hnúki í Klofn­ings­hreppi, Dala­sýslu, 23. júní 1926. For­eldr­ar hans voru Björn Guðbrands­son verk­stjóri og Unn­ur Stur­laugs­dótt­ir hús­móðir. Hann var næ­stelst­ur sjö systkina. 

Magnús, sem oft­ast var kallaður Maddi, flutti til Kefla­vík­ur 1929 og ólst upp þar. Hann var frum­kvöðull í veit­ing­a­rekstri en árið 1957 stofnaði hann mat­stof­una og dans­húsið Vík­ina í Kefla­vík ásamt Stur­laugi bróður sín­um sem byggði húsið. Vík­in var fyrsta kaffitería lands­ins og einnig vís­ir að fyrsta diskó­teki lands­ins því á Vík­ur­loft­inu voru haldn­ir dans­leik­ir fyr­ir ung­linga þar sem marg­ir kunn­ir hljómlist­ar­menn stigu  sín fyrstu skref.

Árið 1966 stofnaði Magnús veit­ingastaðinn Askinn. Staðirn­ir urðu fljótt tveir og nutu þeir mik­illa vin­sælda vegna rétta sem tald­ir voru ný­stár­leg­ir á þeim tíma. Þar ber helst að nefna glóðarsteikt krydd­legið lamba­kjöt, ham­borg­ara og kjúk­ling sem var bor­inn fram með frönsk­um kart­öfl­um, hrásal­ati og kokteilsósu sem varð til á upp­hafs­ár­um Asks­ins. Magnús, Val­gerður og börn­in þeirra, Birna og Val­ur, ráku Askinn í þrett­án ár en þá voru báðir staðirn­ir seld­ir.

Leið þeirra hjóna lá þá á nýj­ar braut­ir og flutt­ust þau vest­ur um haf til Kali­forn­íu þar sem Magnús nam ljós­mynd­un og aðstoðaði Val son sinn við að koma á fót veit­ingastaðnum Val­halla sem Magnús tók síðan við þegar Val­ur lést af slys­för­um aðeins 31 árs gam­all. Hjón­in flutt­ust aft­ur heim 1982 en þegar heim var komið starfaði Magnús m.a. hjá Sæv­ari Karli, stofnaði verðbréfa­söl­una Arð, flutti inn heilsu­vör­ur, hélt úti vefsíðunni Gleðitíðind­in og lagði stund á ljós­mynd­un.

Eig­in­kona Magnús­ar var Val­gerður Guðlaug Sig­urðardótt­ir, hún lést árið 2005. Eft­ir­lif­andi dótt­ir þeirra er Unn­ur Birna en son­ur þeirra, Sig­urður Val­ur, lést árið 1981. Dótt­ir Magnús­ar utan hjóna­bands er Unn­ur Louisa Thø­ger­sen. Hann læt­ur eft­ir sig níu barna­börn og tíu barna­barna­börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert