Vilja bíða eftir ESB

Bretar hafa þegar pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca …
Bretar hafa þegar pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og Oxford. AFP

Bólu­efni Oxford-AstraZeneca hlaut bráðal­eyfi í Bretlandi í gær. Bresk stjórn­völd hafa pantað 100 millj­ón­ir skammta af bólu­efn­inu, sem dug­ir til að bólu­setja 50 millj­ón­ir manna, og munu bólu­setn­ing­ar með efn­inu hefjast 4. janú­ar. Það, ásamt pönt­un­um á bólu­efni Pfizer-Bi­oNTech, næg­ir til að bólu­setja alla bresku þjóðina, að sögn Matt Hancock heil­brigðisráðherra.

Bólu­efnið hef­ur ekki enn hlotið markaðsleyfi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, en Noel Wat­hi­on, yf­ir­maður hjá Lyfja­stofn­un Evr­ópu, sagði í fyrra­dag að AstraZeneca hefði ekki enn sótt um skil­yrt markaðsleyfi í Evr­ópu og mætti telja ólík­legt að það feng­ist samþykkt í janú­ar.

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hvert Evr­ópu­ríki hafi leyfi til að meta sjálft og gefa út svo­kallað bráðal­eyfi á und­anþágu og það hafi Bret­ar gert. Því væri hægt að veita slíkt bráðal­eyfi á Íslandi áður en bólu­efnið öðlast markaðsleyfi í Evr­ópu. Það hef­ur þó ekki komið til tals, hvorki hér á landi né í öðrum Evr­ópu­lönd­um, að sögn Rúnu.

Spurð í Morg­un­blaðinu í dag hvers vegna Bret­ar fari þessa leið en ekki aðrir, seg­ist Rúna ekki geta dæmt um það. „Bret­ar standa nátt­úr­lega í miðjum far­aldr­in­um og eru núna eft­ir morg­undag­inn [dag­inn í dag] farn­ir úr Evr­ópu­sam­band­inu svo hugs­an­lega er þetta tengt því. En þeim bráðligg­ur á að bólu­setja, eins og fleir­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert