Bandaríska sendiráðið fagnar árangri Ísraels

Sendiráð Bandaríkjanna er nú staðsett við Engjateig.
Sendiráð Bandaríkjanna er nú staðsett við Engjateig. Ljósmynd/Ístak

Bandaríska sendiráðið hérlendis fagnar árangri Ísraela í bólusetningu gegn Covid-19 í færslu á Facebook og segir um að ræða gífurlegt afrek hjá miklum vini Bandaríkjanna. Rúm milljón manna, eða um 11% ísraelsku þjóðarinnar, hefur fengið fyrsta skammt af bóluefni við Covid-19.

„Gífurlegt afrek hjá frábæru lýðræðisríki og miklum vini Bandaríkjanna. Við hlökkum til þess að heimurinn verði laus við Covid-19,“ segir í færslu sendiráðsins.

Tremendous accomplishment for a tremendous democracy and a great friend to #America. We are all looking forward to a...

Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Föstudagur, 1. janúar 2021

Ísraelar hægja á bólusetningu

Ísraelar hafa bólusett mjög hratt síðastliðna viku en þar hafa um 150.000 manns fengið bólusetningu daglega. Nú er útlit fyrir að eitthvað hægist á ferðinni enda skammtarnir sem eftir eru af skornum skammti.

Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefninu til þess að öðlast vörn gegn Covid-19 og segja ísraelsk yfirvöld að næg bóluefni sé til fyrir seinni skammt þeirra sem þegar hafa fengið fyrsta skammt. 

Þetta kemur fram í frétt Times of Israel.

Bólusetningin hefur hingað til beinst að heilbrigðisstarfsfólki, eldri borgurum og fólki í áhættuhópum. 

Í næstu viku fara fram viðræður um harðari takmarkanir vegna útbreiðslu faraldursins í Ísrael. Þar greindust 6.000 smit í gær. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra landsins munu viðræðurnar snúast um þröngar takmarkanir sem munu standa yfir í stuttan tíma og gera efnahagnum kleift að fara hratt aftur af stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert