Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás

Til­kynnt var um stór­fellda lík­ams­árás í gær­kvöldi þar sem árás­armaður hafði veist að brotaþola með hníf og valdið stungusári. Brotaþoli hafði flúið að vett­vangi þegar lög­regla kom á vett­vang, en árás­armaður var hand­tek­inn.  

Fram kem­ur í dag­bók lög­reglu að mikið hafi verið um til­kynn­ing­ar vegna hávaða eða ónæðis af flug­eld­um í öll­um hverf­um í gær­kvöld og nótt. 10 aðilar voru vistaðir fyr­ir ýmis mál í fanga­geymslu lög­reglu.

Skömmu eft­ir klukk­an 22 í gær­kvöldi var bif­reið stöðvuð, en tveir aðilar í bif­reiðinni eru grunaðir um að hafa skipt um sæti og neituðu báðir aðilar að hafa ekið bif­reiðinni. Aðilarn­ir eru grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna. Voru þeir hand­tekn­ir og vistaðir í fanga­geymslu í þágu rann­sókn­ar­hags­muna.  

Þá var skömmu fyr­ir miðnætti til­kynnt um inn­brot í golf­skála í Garðabæ. Aðili var enn á vett­vangi þegar lög­regla kom á vett­vang og þótt­ist vera sof­andi. Viðkom­andi var hand­tek­inn og færður í fanga­geymslu. 

Þá varð bif­reið á veg­um toll­gæsl­unn­ar að kalla eft­ir aðstoð lög­reglu, en þeir veittu bif­reið eft­ir­för sem sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um toll­gæsl­unn­ar inni á svæði toll­gæsl­unn­ar í hverfi 220. Ökumaður stöðvaði eft­ir stutta eft­ir­för þegar lög­regla gaf hon­um merki um að stöðva. Ökumaður verður kærður fyr­ir að fara ekki eft­ir fyr­ir­mæl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert