Nýr vegur og jarðgöng við Vík

Nýi vegurinn verður í jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Hann mun …
Nýi vegurinn verður í jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Hann mun svo liggja sunnan við Vík og tengjast núverandi vegi austan við byggðina.

Vegagerðin hefur hafið vinnu við færslu hringvegarins við Vík í Mýrdal. Árið 2013 var aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 samþykkt með nýrri veglínu hringvegar um Mýrdal.

Í stað þess að vegurinn liggi um Gatnabrún og í gegnum þéttbýlið í Vík er stefnt að því að færa veginn þannig að hann liggi suður fyrir Geitafjall, meðfram Dyrhólaós og í gegnum Reynisfjall í jarðgöngum sunnarlega í fjallinu.

Vegurinn myndi svo liggja sunnan við Vík og tengjast núverandi vegi austan við byggðina. Ráðgert er að framkvæmdir geti hafist síðla árs 2022 og tekið um þrjú ár. Frekari áfangaskipting liggur ekki fyrir á þessu stigi, segir í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Í samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir fjármagni í undirbúning vegna 13,3 kílómetra vegagerðar um Mýrdal og Víkurþorp ásamt jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Jarðgöngin verða 1,3 til 1,5 kílómetra löng, ein akrein í hvora átt. Einnig er tekið fram í samgönguáætlun að leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samstarfi við einkaaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert