Svifryksmengunin minni en óttast var

Skyggni var aðeins fáir metrar þegar litið var af hlaðinu …
Skyggni var aðeins fáir metrar þegar litið var af hlaðinu við forseta-setrið á Bessastöðum að kirkjunni þar, slík var mengunin frá flugeldunum. Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson

Þykkt ský af völdum flugeldamengunar lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og víða var skyggni aðeins örfáir metrar. Sú var til dæmis raunin við kirkjuna á Bessastöðum á Álftanesi, en myndin hér við hliðina var tekin þar klukkan 02:47.

Enn var óljóst hvort svifryksmengun nýársnæturinnar hefði verið yfir heilsuverndarmörkum sólarhrings, sem eru 50 míkrógrömm. Gróf svifryksmengun mældist mest við Grensásveg í Reykjavík, 653 míkrógrömm á rúmmetra, skömmu eftir að nýja árið gekk í garð.

Í samtali við mbl.is sagði veðurfræðingur Veðurstofu Íslands að engin svifryksmet hefðu verið slegin á nýársnótt. Þar réði að nú hefði verið lágskýjað og talsvert minna rakamagn í loftinu en þegar mest hefur verið. Þar má nefna að um áramót 2017-2018 mældist svifryk í Kópavogi á nýársnótt 4.500 míkrógrömm á rúmmetra, samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá þeim tíma.

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir á Landspítalanum, að svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu nú hefði ekki orðið jafn mikil og óttast hefði mátt. Ástæða væri þó alltaf til að hafa áhyggjur af fíngerðustu svifryksögnum sem liggja í loftinu en þau geta gert fólki með öndunarfærasjúkdóma erfitt fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert