Fólki sem er að ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. Þetta kemur fram í færslu Utanríkisráðuneytisins á Facebook. Þar er enn fremur bent á hraða útbreiðslu veirunnar þar í landi.
„Áréttað er að í mörgum Evrópuríkjum er í gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Þetta hefur áhrif á þau sem fljúga frá Íslandi til annarra landa með millilendingu í Bretlandi,“ segir í tilkynningunni.
„Er þeim sem þurfa að ferðast á næstunni því ráðlagt að forðast að fljúga í gegnum flugvelli á Bretlandi vegna þeirra raskana sem þessar aðgerðir hafa haft í för með sér.“
❗✈️ Áréttað er að í mörgum Evrópuríkjum er í gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu...
Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Sunnudagur, 3. janúar 2021