Alls greindust 10 með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír greindust á landamærunum og tíu bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir að hafa greinst á landamærunum í gær.
Nú er 101 í einangrun með Covid-19 á Íslandi og 22 eru sjúkrahúsi með veiruna. Enginn sjúklinganna er með virkt smit og enginn þeirra er á gjörgæslu. 131 er í sóttkví og 1.441 er í skimunarsóttkví.
Alls voru sjö í sóttkví er þeir greindust eða 70%. Af þeim sem greindust í gær voru sex í sóttkvíarsýnatöku en fjórir við einkennasýnatöku.
Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 21,3 en 16,6 á landamærunum.
Ríflega helmingur þeirra sem eru í einangrun vegna Covid-19 eru á aldrinum 18-29 ára eða 58 einstaklingar. Einn yngri en eins árs er með smit og sjö á aldrinum 1-5 ára. Sex börn á aldrinum 6-12 ára eru með Covid-19 og 12 á á aldrinum 13-17 ára. Á fertugsaldri eru 25 smit og 18 á fimmtugsaldri. Á sextugsaldri eru 14 smit og sex meðal einstaklinga á sjötugsaldri. Enginn eldri en 69 ára er með kórónuveiruna á Íslandi í dag.
Á sjötta hundrað sýni voru tekin í gær innanlands og 1.022 á landamærunum.
Nú eru 74 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 95 í sóttkví. Smitin eru 14 talsins á Suðurnesjum og 19 eru þar í sóttkví. Á Suðurlandi eru 2 smit og 8 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 2 smit og 1 er í sóttkví. Á Vesturlandi eru 2 smit og 4 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 7 smit og 4 í sóttkví. Ekkert smit er virkt á Austurlandi og Norðurlandi vestra og eystra. Enginn er í sóttkví á þessum svæðum.