Háð breytingum á landamærunum

Við Strokk. Sú var tíðin að margir erlendir ferðamenn sóttu …
Við Strokk. Sú var tíðin að margir erlendir ferðamenn sóttu landið heim. Ferðaþjónustan vonar að slíkt ástand verði bráðlega aftur raunin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að sjá ljós við enda ganganna en einhver hreyfing er að komast á bókanir fyrirtækjanna og virðast fréttir af bólusetningum gegn Covid-19 hafa haft áhrif á ferðalöngun fólks, að sögn ferðaþjónustuaðila sem Morgunblaðið ræddi við.

„Sumarið er farið að líta betur út. Þetta er allt háð því að það verði hægt að opna landamærin með viðunandi hætti,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir það.

„Það gerist ekkert fyrr en búið er að aflétta einhverju þar,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að einhver hreyfing sé komin á bókanir, eftirspurn og leit að þjónustu ferðaþjónustufyrirtækja hérlendis.

Bjarnheiður telur að fleiri og fleiri fyrirtæki verði í hættu á því að fara í gjaldþrot eftir því sem lengri tími líði í núverandi ástandi.

„Það hefur verið minna um gjaldþrot en búist var við en það er rökrétt að álykta að vandanum hafi bara verið frestað hjá einhverjum fyrirtækjum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert