Kársnesskóli jafnaður við jörðu

Þar sem áður var skóli er nú einungis malbik.
Þar sem áður var skóli er nú einungis malbik.

Kársnesskóli í Kópavogi hefur verið jafnaður við jörðu. Ekkert er eftir af byggingu skólans, en ákvörðun var tekin um að rífa hann í kjölfar myglu sem þar kom upp. Verkið hefur gengið vel og er á áætlun. Þetta staðfestir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, í samtali við mbl.is. 

Unnið er að byggingu nýs Kársnesskóla við Skólagerði, sem hýsa mun grunn- og leikskóla. 4,1 milljarði króna verður varið í þá framkvæmd á næstu fjórum árum, þar af milljarði á þessu ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Er þetta ein stærsta framkvæmd bæjarins á árinu. 

Fram­kvæmda­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að verklok bygg­ing­ar­inn­ar verði í maí 2023, en nýr Kárs­nesskóli verður 5.750 fer­metr­ar að flat­ar­máli. Þar til skól­inn er ris­inn verða laus­ar skóla­stof­ur nærri Vall­ar­gerði nýtt­ar fyr­ir starf­semi skól­ans, en þær hafa verið í notk­un und­an­far­in ár.

xx

Búið er að rífa skólann.
Búið er að rífa skólann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert