Lögregla varar við mikilli hálku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kólnaði og frysti í nótt.

Rafmagn á að vera komið á alls staðar en truflanir voru á rafmagni á öllu Vesturlandi í gærkvöldi fram á nótt. Rafmagn var komið á í Borgarfirði um tvö í nótt og fyrr annars staðar. Jafnframt var rafmagnslaust í Húnaþingi vestra, frá aðveitustöð Hrútafirði, Miðfirði, Hvammstanga og Laugarbakka, Vatnsnesi og Víðidal um tíma í gærkvöldi. 

Mjög slæmt veður var víða í gærkvöldi og í nótt, ekki síst á Norðurlandi eystra, en að sögn lögreglunnar á Akureyri komu engin mál tengd veðri á þeirra borð í gærkvöldi og nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert