Námið himnasending

Jón Steinar Brynjarsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Sara Líf Fells Elíasdóttir …
Jón Steinar Brynjarsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Sara Líf Fells Elíasdóttir með viðurkenningar sínar.

Tveir versl­un­ar­stjór­ar og einn versl­un­ar­maður Sam­kaupa braut­skráðust úr fagnámi versl­un­ar og þjón­ustu í Verzl­un­ar­skóla Íslands skömmu fyr­ir jól og urðu þar með fyrst­ir til þess að ljúka þess­um áfanga.

„Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið þetta tæki­færi,“ seg­ir Jón Stein­ar Brynj­ars­son, versl­un­ar­stjóri í Nettó Búðakór í Kópa­vogi. Hann lauk jafn­framt stúd­ents­prófi, en Aðal­björg Valdi­mars­dótt­ir, versl­un­ar­maður Kjör­búðar­inn­ar á Blönduósi, og Sara Líf Fells Elías­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri Ice­land Arn­ar­bakka í Reykja­vík, braut­skráðust með hon­um úr fagnám­inu.

Námið er 90 ein­ing­ar og fer fram í lot­um. Það hófst í janú­ar í fyrra og má rekja til þess að full­trú­ar frá VR og SVÞ leituðu til Verzl­un­ar­skól­ans og þró­un­ar­hóp­ur var myndaður með full­trú­um Sam­kaupa, Húsa­smiðjunn­ar og Lyfju. Þre­menn­ing­arn­ir riðu á vaðið en um 20 nem­end­ur eru í nám­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert