Umtalsverðar slitlagsskemmdir

Bíldudalur.
Bíldudalur.

Umtalsverðar slitlagsskemmdir eru á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar eru mestar á Mikladal á um 4-5 km kafla og eru vegfarendur beðnir að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar á köflum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó er að mestu greiðfært á Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir inn til landsins en greiðfært með ströndinni. Flughálka er á Hólasandi. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert