Útfærslan misjöfn á milli vinnustaða

Haraldur Freyr Gíslason.
Haraldur Freyr Gíslason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útfærsla vinnutímastyttingar er mismunandi á milli vinnustaða opinberra starfsmanna. Sumir virðast ætla að taka styttinguna vikulega út á meðan aðrir safna réttindunum upp og taka þá frí heila daga eða vikur síðar á árinu.

Vinnutímastyttingin tekur gildi hjá opinberum starfsmönnum nú í upphafi árs nema hvað framkvæmdin gagnvart vaktavinnufólki hefst 1. maí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Vinnuvikan hjá dagvinnufólki verður 36 tímar þar sem starfsfólkið kýs að afsala sér forræði yfir kaffitímum en er nú 40 tímar. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að við undirbúning framkvæmdar styttingar vinnuvikunnar hafi farið fram samtöl á hverjum vinnustað. Telur hann að víðast hvar hafi þessi undirbúningur gengið vel en sums staðar verið ljón á veginum. „Það er misjafnt að hversu miklu leyti fólk vill afsala sér forræði yfir kaffitímum. Sums staðar er farið í 36 stunda vinnuviku strax en annars staðar ákveður fólkið að byrja rólega með 13 mínútum á dag,“ segir Haraldur.

Einnig er fjölbreytni í því hvernig styttingin er framkvæmd, hvort það er gert nokkurn veginn jafnóðum eða henni safnað upp og tekin heila daga eða samfelld tímabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert