Varnir til að tryggja öryggi til framtíðar

Björn Ingimarsson.
Björn Ingimarsson. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Sveitarstjóri Múlaþings vill að brugðist verði við aurskriðunum á Seyðisfirði með vörnum þannig að byggðin geti verið örugg til framtíðar.

Rætt verði við stjórnvöld um að gerðar verði alvöru ofanflóðavarnir, bæði vegna aurskriðna og mögulegra snjóflóða. Segist Björn Ingimarsson sveitarstjóri vænta þess að stjórnvöld bregðist vel við.

Björn segir, vegna ummæla Ágústs Guðmundssonar jarðfræðings um að byggðin í Seyðisfirði sé of útbreidd með tilliti til náttúrufars og staðhátta, að ef til vill hafi fólk ekki verið almennilega meðvitað um hversu mikil hættan var. Það sem gerðist fyrir jól sýni að þetta sé hættusvæði. Við því verði að bregðast með vörnum til framtíðar. „Byggðin er ekkert á förum. Við bregðumst við með það markmið að hér verði áfram öflugt samfélag,“ segir Björn. Reiknað er með að bráðaaðgerðir verði ræddar á aukafundi sveitarstjórnar á miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert