8% atkvæða myndu falla niður dauð

Kosið verður til Alþingis í september að öllu óbreyttu.
Kosið verður til Alþingis í september að öllu óbreyttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist lítið á milli kannana þjóðarpúls Gallups. Stuðningur við ríkisstjórnina er tæplega 58% og Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur stjórnmálaflokka á Íslandi.

Tæplega 24% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn kæmi til alþingiskosninga núna, 17% Samfylkinguna, tæp 12% Pírata og svipaður fjöldi Vinstri græn, 10% myndu kjósa Viðreisn, rúm 9% Miðflokkinn og rúmlega 8% Framsókn.

Rúm 4% segjast myndu greiða Flokki fólksins atkvæði sitt yrði gengið til kosninga í dag og tæp 4% Sósíalistaflokknum. Hvorugur þessara flokka myndi ná manni inn á þing yrði kosið núna og myndu því tæplega 8% atkvæða falla niður dauð, eða um það bil jafn mörg atkvæði og myndu falla í hlut Framsóknar samkvæmt könnuninni.

Nærri 12% tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp. Rúm 9% svöruðu að þau myndu skila auðu eða ekki kjósa. Tæp 58% styðja ríkisstjórnina en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 43,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert