Hrogn og lifur seldust upp

Nóg að gera í fisksölu eftir hátíðirnar.
Nóg að gera í fisksölu eftir hátíðirnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum ekki séð svona sölutölur í mörg ár,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, um sölu á fiski á fyrsta mánudegi nýs árs í gær.

„Menn vilja fá sér ferskan fisk núna og það eru allir Íslendingar á landinu, útlendingar voru ekki mikið að koma til okkar á mánudegi. Þetta minnti mig bara á sölutölur í kringum 1990, þegar það var vörutalningardagur í byrjun árs og allar búðir lokaðar og brjálað að gera hjá okkur. Þetta er í raun búið að vera allt Covid-árið, rosa mikið að gera. Þegar heilsan bregst eða það kemur kreppa þá sækja menn mikið í fisk, vilja fara að lifa heilbrigðara lífi,“ segir Kristján sem bætir við að hrogn og lifur séu ætíð vinsælar vörur í upphafi árs.

„Við vorum með hrogn og lifur, 300 kíló, og það kláraðist allt. Og síðan að sjálfsögðu fersk ýsa sem var vinsæl í gær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert