Mögnuð kynni af gæfum haferni í Ísafjarðardjúpi

Eftir góða stund og margar uppstillingar fyrir myndatökurnar tókörninn flugið …
Eftir góða stund og margar uppstillingar fyrir myndatökurnar tókörninn flugið og flaug með háværum skrækjum út yfir sjóinn. Ljósmynd/Andri Már Margrétarson

„Þetta var alveg ótrúlegt augnablik og ég á aldrei eftir að gleyma þessu. Þetta mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Andri Már Margrétarson í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann átti mjög eftirminnileg kynni við haförn á annan dag jóla vestur í Ísafjarðardjúpi.

Andri og konan hans, Ólafía Kristjánsdóttir, voru akandi í Djúpinu í mjög góðu veðri þegar þau sáu örninn sitja niðri við sjó. Þau voru sammála um að þetta þyrftu þau að skoða nánar.

„Ég stoppa, hoppa út í skott og næ í töskuna. Set á 135 mm linsu sem er það lengsta sem ég á og keyri til baka,“ skrifaði Andri með myndunum sem hann birti fyrst á facebooksíðunni Íslenskar fuglategundir/Icelandic birds. „Þar stendur örn á steini eins og hann væri að bíða eftir mér og var í fimm mínútur alveg rólegur og leyfði mér að mynda sig á alla vegu. Hleypti mér alltaf nær og nær, þegar næst var þá las ég 4,7 metra fókusfjarlægð. Svo hoppaði hann á milli steina eins og hann hafi verið að reyna að stilla sér betur upp og svo eftir allt montið í sér toppaði hann sig og flaug með þvílíkum þokka út á hafið og hljóðin sem því fylgdu voru alveg svakaleg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert