Seldu fjórum milljónum fleiri lítra

Alls voru seld­ar tæp­lega 27 millj­ón­ir lítra af áfengi í Vín­búðunum í fyrra, meira en nokkru sinni fyrr.

Árið áður var sal­an 23 millj­ón­ir lítra og aukn­ing­in nam því 18%. Þessi aukna sala skýrist að miklu leyti af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um; minni sölu í Frí­höfn­inni og lok­un bara og veit­ingastaða.

Sala á rauðvíni jókst um tæp 32% milli ára og sala á gini og sé­never um rúm­lega 40%. Sala á lag­er­bjór jókst um 15% en spreng­ing varð í flokkn­um „aðrar bjór­teg­und­ir“, alls nam sölu­aukn­ing þar 54%, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert