Alls voru seldar tæplega 27 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum í fyrra, meira en nokkru sinni fyrr.
Árið áður var salan 23 milljónir lítra og aukningin nam því 18%. Þessi aukna sala skýrist að miklu leyti af kórónuveirufaraldrinum; minni sölu í Fríhöfninni og lokun bara og veitingastaða.
Sala á rauðvíni jókst um tæp 32% milli ára og sala á gini og sénever um rúmlega 40%. Sala á lagerbjór jókst um 15% en sprenging varð í flokknum „aðrar bjórtegundir“, alls nam söluaukning þar 54%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.