Viðgerðin verður tímafrek

Þór dró Lagarfoss frá Garðskaga til Reykjavíkur.
Þór dró Lagarfoss frá Garðskaga til Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerð á aðalvél flutningaskipsins Lagarfoss mun taka einhverjar vikur, að því er Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, segir  í Morgunblaðinu í dag.

Sem kunnugt er varð alvarleg vélarbilun í Lagarfossi milli jóla og nýárs þegar skipið var statt um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga. Skipið var þá á leið til Kanada og Bandaríkjanna fulllestað vörum.

Þegar ljóst var að tilraunir til viðgerðar um borð báru ekki árangur var varðskipið Þór kallað til aðstoðar. Þór dró Lagarfoss til Reykjavíkur og komu skipin þangar 30. desember. Svo heppilega vildi til að blíðuveður var alla leiðina.

Bilun varð í sveifarási í vélinni og þarf að skipta um hann. Það gekk vel að útvega varahluti sem eru á leið til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert