Alelda hjólhýsi í Laugardal

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um sex í morgun vegna elds í hjólhýsi í Laugardalnum. Að sögn varðstjóra var hjólhýsið alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og ljóst að um altjón er að ræða. Enginn var í hjólhýsinu þegar eldurinn kviknaði og ekki urðu slys á fólki. 

Gríðarlegt álag hefur verið á sjúkraflutningafólki undanfarnar vikur og síðasta sólarhring voru útköllin 146 talsins sem er með því mesta sem gerist. Af þeim voru 30 forgangsflutningar og 15 verkefni tengd Covid-19. Af sjúkraflutningunum voru 116 þeirra á dagvaktinni, það er á tólf tímum. 

Frá vettvangi brunans snemma í morgun.
Frá vettvangi brunans snemma í morgun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert