Færri fá 75% örorkumat

mbl.is/Styrmir Kári

Nú í janúar 2021 eru 19.749 landsmenn metnir með 75% örorku en þeir voru 20.078 fyrir réttu ári og 19.999 í janúar 2019, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar.

Nýgengi 75% örorkumats, fjöldi þeirra sem metnir eru með 75% örorku, fer lækkandi. „Við erum að fá fleiri mál inn til okkar en áður þar sem fólk hefur ekki fengið örorkumat sem það telur sig þurfa,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í umfjöllun um þessi mál í Morgublaðinu í dag.

„Þetta er fólk sem hefur ekki lengur færni til að stunda vinnu vegna heilsubrests eða slysa. Einnig hefur komið fleira fólk sem var með 75% örorkumat en fór svo í endurmat og var lækkað niður í 50% örorku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert