Flutningaflugvél frá Bláfugli rann af akbraut á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun, þetta staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í samtali við mbl.is. Rannsakandi frá nefndinni er á vettvangi.
Vélin kom til Keflavíkur frá East Midlands í Bretlandi og er útlit fyrir að hún hafi runnið til vegna hálku. Tveir flugmenn voru í vélinni en þeir meiddust ekki.
Þorkell segir að mögulega hafi eitthvað tjón orðið en ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu.
RÚV greindi fyrst frá.
Fréttin hefur verið uppfærð