Hálkan sökudólgurinn

Vélin sem rann út af akbrautinni er á vegum Bláfugls.
Vélin sem rann út af akbrautinni er á vegum Bláfugls. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Staðfest ástæða þess að flutn­inga­flug­vél rann út af ak­braut á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un er hálka. Þetta seg­ir Þorkell Ágústs­son, rann­sókn­ar­stjóri flugsviðs hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa. 

Vél­in var frá Blá­fugli og rann út af ak­braut­inni á tí­unda tím­an­um í morg­un. Tveir flug­menn voru um borð en þeir slösuðust ekki. 

Rann­sak­end­ur á veg­um rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa hafa verið á vett­vangi í all­an dag og unnið í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert