Kaupa Víkingaheima og Íslendingur er innandyra

Víkingaheimar standa niðri í fjöru og setur svip á umhverfið …
Víkingaheimar standa niðri í fjöru og setur svip á umhverfið í Innri-Njarðvík. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Björn Jónasson og Elísabet Guðbjörnsdóttir hafa keypt svonefnt Víkingaheimahús í Njarðvík í Reykjanesbæ af hlutafélagi í eigu sveitarfélagsins. Gengið var frá samningum um þetta skömmu fyrir jól.

Umrætt hús var opnað árið 2009 og þar er í öndvegi og sem aðdráttarafl víkingaskipið Íslendingur sem Gunnar Marel Eggertsson smíðaði og var siglt úr Reykjavík með viðkomu á Grænlandi til New York árið 2000, þegar þúsund ára afmælis landafunda norrænna manna í Ameríku var minnst.

Víkingaheimahúsið sem Guðmundur Jónsson arkitekt í Ósló teiknaði var opnað 2009. Þar innandyra er skipið góða í öndvegi. „Enginn handgerður hlutur á Íslandi tekur skipinu fram í fegurð og er það listasmíð,“ segir Björn í umfjöllun um kaup hans á Víkingaheimum i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert