Þrettándagleðin í Reykjanesbæ í kvöld var með öðru sniði í ár en fyrri ár en gleði engu að síður við völd.
Fólk var hvatt til að vera í bílum sínum á merktum bílastæðum og hlusta á Ingó veðurguð keyra upp stemmninguna eins og honum einum er lagið á FM 106.1.
Sjá mátti púka á vappi á milli bíla sem mættu til þessa að skjóta fólki skelk í bringu. Þeir spjölluðu líka við börnin sem mörg hver kusu að vera á vappi kringum íþróttasvæðið í Njarðvík þar sem annað bílastæðið var.
Björgunarsveitin Suðurnes lauk svo þrettándagleðinni með veglegri flugeldasýningu sem íbúar þökkuðu fyrir með bílflauti.