Mælt á móti Svartárvirkjun

Svartá. Ætlunin er að virkja neðri hluta Svartár í Bárðardal.
Svartá. Ætlunin er að virkja neðri hluta Svartár í Bárðardal.

Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif áformaðrar Svartárvirkjunar í Bárðardal verði í heild verulega neikvæð.

Gengur álit stofnunarinnar þvert á niðurstöðu umhverfismats ráðgjafa SSB orku sem áformar að virkja. Þeir telja ekki líklegt að Svartárvirkjun hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.

SSB orka áformar að virkja neðri hluta Svartár. Gert er ráð fyrir uppsettu afli um 9,8 MW. Samið hefur verið við HS orku um kaup á orkunni.

Skipulagsstofnun bendir á að Svartárvirkjun muni raska votlendi og jarðminjum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Helstu áhrif framkvæmdarinnar felist þó í áhrifum á vatnafar og lífríki vatnsfalls með mikið verndargildi. Auk þess muni virkjunin raska sérstæðu landslagi sem ætla megi að hafi mikið upplifunargildi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert