Skaupið í hæstu hæðum

Ekkert í sjónvarpi er vinsælla og allir hafa skoðun á …
Ekkert í sjónvarpi er vinsælla og allir hafa skoðun á efnistökum.

Alls um 77% þjóðarinnar fylgdust með Áramótaskaupinu á RÚV, skv. rafrænni mælingu Gallup á því hve margir horfðu á sjónvarpið á gamlárskvöld.

„Þetta er talsvert meira áhorf á frumsýningu Skaupsins en síðustu árin og er það í takt við áberandi mikið sjónvarpsáhorf yfir hátíðirnar almennt, sérstaklega á innlent sjónvarpsefni,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta mikla áhorf á Skaupið gefur mögulega einnig til kynna að óvenjumikill áhugi hafi verið á að sjá hvernig til tækist að draga fram og skapa spaugilegar hliðar á þessu sérkennilega ári.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka