Boðar miklar fjárfestingar

Togarinn Drangey er með nýjustu skipum landsins, von er á …
Togarinn Drangey er með nýjustu skipum landsins, von er á fleirum. mbl.is/RAX

Hagnaður af rekstri FISK Seafood og dótturfélaga á síðasta ári nam um þremur milljörðum króna. Þá voru skuldir lækkaðar auk þess sem fjárfest var m.a. í tækjabúnaði og viðhaldi, að því er fram kemur í pistli eftir Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóra félagsins, á vef fyrirtækisins.

Þar segir framkvæmdastjórinn þörf á að marka stefnu og hefja undirbúning að frekari uppbyggingu. Bendir hann á að togarinn Málmey og frystiskipið Arnar nálgast „þann aldur að þörf er á endurnýjun“.

Jafnframt segir Friðbjörn þörf á að hefja undirbúning „mikillar uppbyggingar og endurnýjunar húsakosts“ á Sauðárkróki, en á árinu seldi félagið tvær eignir á Grundarfirði og fasteign sem áður hýsti frystihúsið á Hofsósi.

„Framundan eru því umtalsverðar fjárfestingar, m.a. með niðurrifi húsakosts og nýbyggingum, nýjum tækjabúnaði, t.d. fyrir svokallaða Skinpack-framleiðslu, o.fl. Með nýjum skipum og endurnýjuðu frystihúsi munu aðstæður okkar til veiða og vinnslu verða í allra fremstu röð hér á landi,“ skrifar framkvæmdastjórinn.

Til stendur að afhenda sveitarfélaginu á Skagaströnd án endurgjalds svokallað stjórnsýsluhús sem nú hýsir Vinnumálastofnun og skrifstofur sveitarfélagsins. Einnig verður afhent gamla síldarvinnslan og rækjuvinnslan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert